Samtök atvinnulífsins hafa mótað hugmyndir að samkomulagi um lausn á aðsteðjandi vanda á vinnumarkaði vegna verðbólgu og væntanlegrar endurskoðunar kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkmaði í nóvember.
Verkalýðshreyfingin er nú að fara yfir hugmyndirnar sem mótaðar voru eftir óformlegar viðræður ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins.
Samtökin kynna hugmyndir sínar á blaðamannafundi nú fyrir hádegi.