Lífið

Heimir Jónasson hættur á Stöð 2

Heimir Jónasson hefur verið forstöðumaður Stöðvar 2 undanfarin sjö ár og segist kveðja stöðina með bros á vör.
Heimir Jónasson hefur verið forstöðumaður Stöðvar 2 undanfarin sjö ár og segist kveðja stöðina með bros á vör.

„Nei, þetta er nú ekki eitthvað sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Heimir Jónasson aðspurður hvort uppsögn hans sem forstöðumaður Stöðvar 2 hefði átt sér langan aðdraganda. Heimir lætur af störfum hjá fyrirtækinu nú um áramótin. Tilkynnt hefur verið að Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, taki við starfinu en hann verður titlaður sjónvarpstjóri Stöðvar 2.

 

 

Nýr Sjónvarpsstjóri Pálmi Guðmundsson hefur tekið við af Heimi og verður titlaður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Heimir segir að árin sjö í starfi hafi verið einu orði sagt frábær en Heimir er ábyrgur fyrir vinsælum þáttum á borð við Viltu vinna milljón og Idol-stjörnuleit. „Ég hef farið í gegnum margar sveiflur hjá stöðinni og starfað með frábæru fólki. Ég er ánægður með mín störf og þetta hefur verið frábær rússíbanareið,“ segir Heimir sem sagði að meginástæðan fyrir brotthvarfi sínu væru mismunandi áherslur hjá sér og Ara Edwald, forstjóra 365 miðla.
Búbbarnir Einn af þáttum Stöðvar 2 í vetur.

Heimir þekkir vel til Pálma Guðmundssonar,arftaka síns, og sagði fyrirtækið varla geta fundið betri mann í starfið. „Pálmi er toppmaður, einn af mínum bestu félögum í vinnunni og það eru allir í góðum höndum hjá honum,“ segir Heimir sem vildi ekki upplýsa hvert hans næsta verkefni eftir það yrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.