Segir uppsagnirnar ofsóknir 13. júní 2006 07:00 Ólafsvík Oddviti J-lista kallar uppsagnirnar illa undirbúna hefndaraðgerð. Öllum starfsmönnum sundlaugar og íþróttahúss á Ólafsvík, sex talsins, var sagt upp störfum af bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristni Jónassyni, í byrjun mánaðar. Oddviti minnihlutans í bænum kallar uppsagnirnar pólitískar ofsóknir. "Bæjarstjórinn rauk til strax eftir kosningar og rak þetta fólk án þess að ræða það við bæjarráð eða bæjarstjórn eins og honum ber skylda til. Hann sagði ástæðuna vera skipulagsbreytingar, sem er mjög ódýr skýring auk þess sem það er ólöglegt að segja fólki upp vegna skipulagsbreytinga," segir Gunnar Örn Gunnarsson, oddviti J-lista, en Sjálfstæðisflokkur hélt meirihluta sínum í bænum. "Þetta er fólk sem hann er búinn að vera að stríða við í vetur og er meðal fárra sem þorðu að birta mynd af sér sem stuðningsaðilar við hitt framboðið. Í mínum huga eru þetta bara pólitískar ofsóknir og illa undirbúin hefndaraðgerð sem ekki er hægt að komast upp með." Minnihlutinn mun leggja það til á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag að uppsagnirnar verði afturkallaðar og fólkið beðið afsökunar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að alltaf megi deila um það hvort löglegt sé að segja fólki upp vegna skipulagsbreytinga. "Við þurfum að endurskipuleggja starfsemina vegna þess að við höfum haft opið á Hellissandi líka. Starfsmennirnir neituðu að taka að sér vaktir þar og á eftir samningaleiðinni er þetta leið númer tvö." Kristinn sagðist jafnframt alltaf hafa ráðið og sagt upp fólki án þess að bæjarráð kæmi þar nærri, þrátt fyrir að það væri strangt til tekið bannað.- Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Öllum starfsmönnum sundlaugar og íþróttahúss á Ólafsvík, sex talsins, var sagt upp störfum af bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristni Jónassyni, í byrjun mánaðar. Oddviti minnihlutans í bænum kallar uppsagnirnar pólitískar ofsóknir. "Bæjarstjórinn rauk til strax eftir kosningar og rak þetta fólk án þess að ræða það við bæjarráð eða bæjarstjórn eins og honum ber skylda til. Hann sagði ástæðuna vera skipulagsbreytingar, sem er mjög ódýr skýring auk þess sem það er ólöglegt að segja fólki upp vegna skipulagsbreytinga," segir Gunnar Örn Gunnarsson, oddviti J-lista, en Sjálfstæðisflokkur hélt meirihluta sínum í bænum. "Þetta er fólk sem hann er búinn að vera að stríða við í vetur og er meðal fárra sem þorðu að birta mynd af sér sem stuðningsaðilar við hitt framboðið. Í mínum huga eru þetta bara pólitískar ofsóknir og illa undirbúin hefndaraðgerð sem ekki er hægt að komast upp með." Minnihlutinn mun leggja það til á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag að uppsagnirnar verði afturkallaðar og fólkið beðið afsökunar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að alltaf megi deila um það hvort löglegt sé að segja fólki upp vegna skipulagsbreytinga. "Við þurfum að endurskipuleggja starfsemina vegna þess að við höfum haft opið á Hellissandi líka. Starfsmennirnir neituðu að taka að sér vaktir þar og á eftir samningaleiðinni er þetta leið númer tvö." Kristinn sagðist jafnframt alltaf hafa ráðið og sagt upp fólki án þess að bæjarráð kæmi þar nærri, þrátt fyrir að það væri strangt til tekið bannað.-
Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira