Innlent

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kjörinn borgarstjóri

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson MYND/Vísir

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri rétt í þessu. Vilhjálmur þakkaði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, fyrir velunin störf og sagði Vilhjálmur að hann yrði borgarstjóri allra Reykvíkinga. Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, lagði fram bókun eftir kosninguna þar sem hann lofaði öflugu aðhaldi af hálfu F-listans.

Þeir sem voru kosnir aðalmenn í borgarráði voru Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Dagur B. Eggertsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Athygli vekur að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, situr ekki í borgarráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×