Erlent

Vilja vinna hjá Ryanair

Á þriðja hundrað flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa leitað eftir vinnu hjá Ryanair að undanförnu. Ryanair hyggst ráða eitt þúsund flugmenn vegna fjölda flugvélakaupa að undanförnu.

Þetta kemur fram í norska ferðamálablaðinu Boarding. Félagið hefur fest kaup á yfir eitt hundrað nýjum Boeing 737-800 vélum og leitar nú stíft að flugmönnum til að manna hinn nýja flugflota sinn. Á miðvikudag voru stjórnendur Ryanair staddir í Kaupmannahöfn þar sem þeir kynntu starfsemi sína og leituðu eftir flugmönnum. Rúmlega tvö hundruð SAS flugmenn mættu á fundinn sem haldin var á Hilton hótelinu á Kastrupflugvelli á dögunum. Það er um þriðjungur þeirra dönsku flugmanna sem starfa hjá SAS. Svo mikill var áhuginn fyrir störfum hjá flugfélaginu að Írarnir þurftu að leigja helmingi stærri fundarsal en þeir ætluðu í upphafi. Stjórnendur Ryanair gátu varla verið heppnari með tímasetningu á Kaupmannahafnarfundinum því daginn áður slitnaði upp úr viðræðum stjórnar SAS. Norskir flugmenn hafa einnig rennt hýru auga til Ryanair en þeir hafa átt við óvenjumikil veikindi að stríða undanfarið vegna vinnuálgas og óöryggis hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×