Erlent

Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum

MYND/AP

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er.

Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. Miðað við fyrstu viðbrögð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum er ólíklegt að Annan verði að ósk sinni. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að skýrsla Sameinuðu þjóðanna væri ekkert annað en upptalning á gróusögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×