Erlent

Eitrað áfengi

Tíu þorpsbúar á Suður-Indlandi létu lífið og 16 eru þungt haldnir eftir að hafa skálað fyrir látnu félaga sínu í heimalögðu áfengi sem var eitarð.

Maðurinn sem var verið að kveðja hafði látist eftir að hafa drukkið heimalagað áfengi sem hann smyglaði frá nálægu héraði. Við bálför mannsins ákváðu syrgjendur að skála fyrir hinum látna í áfengi sem var í eigu hans.

Yfirvöld hafa ekki geta staðfest að það hafi verið hluti af smyglvarningnum. Eitarður landi verður mörg hundruð Indverjum að bana ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×