Erlent

Dauðadómur vegna kristni

Abdul Rahman á yfir höfði sér dauðadóm í Afganistan fyrir að hafa snúist til kristni.
Abdul Rahman á yfir höfði sér dauðadóm í Afganistan fyrir að hafa snúist til kristni. MYND/AP

Afganskur maður gæti átt yfir höfði sér dauðadóm í heimalandi sínu verði hann fundinn sekur um að hafa hafnað múhameðstrú með því að snúast til kristni. Siðaskipti sem slík teljast glæpur samkvæmt sharia-lögum.

Abdul Rahman var handtekinn í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hann hafði sakað hann um að hafa brotið gegn lögunum. Rahman segist sætta sig við dauðadóm er sú verði niðurstaðan. Hann vilji hins vegar ekki fá sig þann stimpil að hann sé liðhlaupi eða heiðingi.

Talið er að réttarhöldin yfir Rahman séu þau fyrstu sinnar tegundar í Afganistan en þau hófust fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×