Erlent

Mikil tengsl verði milli Palestínu og Írans

Mahmoud Abbas, t.h., veitir Hamas-flokknum formlegt umboð til stjórnarmyndunar.
Mahmoud Abbas, t.h., veitir Hamas-flokknum formlegt umboð til stjórnarmyndunar. MYND/AP

Pólitískur leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, segir engan grundvöll fyrir viðræðum við Ísraela fyrr en þeir hafi yfirgefið Palestínu fyrir fullt og allt. Meshaal var staddur í Teheran þar sem hann ræddi við þarlend yfirvöld og sagði hann líklegt að Íran myndi spila stærra hlutverk í utanríkismálum Palestínu en verið hafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Ísrael óttast að Íranar reyni að hafa óeðlileg áhrif á nýja palestínska stjórn sem mynduð verður á næstu dögum.

Mahmoud Abbas, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hitti í dag Ismail Haniyeh, sem að öllum líkindum mun leiða nýja ríkisstjórn Hamas, og fól honum formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Haniyeh hefur núna 35 daga til að mynda nýja ríkisstjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×