Innlent

Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24%

Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%.

Framsóknarflokkurinn kemst á ný yfir 10%, en vantar þó talsvert á kjörfylgið, en Vinstri grænir fara töluvert yfir kjörfylgið og mælast með tæp 15%. Frjálslyndir eru aftur að rétta við og fá nú rúm 6%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×