Innlent

Skila tillögum fyrir áramót

Fundur skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu meirihluta ráðsins, um stofnun sérstaks starfshóps um skipulag við Laugaveg.

Starfshópurinn skal meðal annars finna leiðir til að viðhalda Laugaveginum sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu borgarinnar. "Við viljum meðal annars gefa íbúum og þeim sem starfa við Laugaveginn kost á að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri við hópinn og munum taka mið af þeim við þessa vinnu," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs.

Starfshópurinn á að skila tillögum fyrir næstu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×