Innlent

Veggjald einn kosta

Hraðaeftirlit við Blönduós Meirihluti vill styttingu hringvegarins.
Hraðaeftirlit við Blönduós Meirihluti vill styttingu hringvegarins.

Tæplega sjötíu prósent aðspurðra í nýlegri könnun Gallup vilja stytta hringveginn með nýjum vegi sunnan við Blönduós. Stór meirihluti er samkvæmt könnuninni tilbúinn til að greiða sérstakt veggjald, eins og þekkist í Hvalfjarðargöngum, til að svo geti orðið.

Með slíkri vegagerð myndi vegalengdin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast um þrettán kílómetra og er áberandi meirihluti, af þeim rúmlega 3.500 sem svöruðu, hlynntur slíkri framkvæmd. Eykst hlutfall þeirra sem hlynntir eru framkvæmdinni í 76 prósent þegar aðeins eru spurðir íbúar á Norðurlandi og hefur hugsanlegt veggjald upp á þrjú hundruð krónur engin áhrif á þá afstöðu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×