Innlent

Íslensk börn styðja börn í Úganda og Malaví næstu tvö ár

Frá Malaví.
Frá Malaví.

Sérhvert grunnskólabarn á Íslandi mun styðja eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví um skólamáltíð alla skóladaga ársins næstu tvö árin samkvæmt þróunarverkefni sem utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað í löndunum tveimur.

Verkefni ber heitið „Börn styðja börn" og verður unnið af Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Alls eru tæplega 45 þúsund börn á grunnskólaaldri á Íslandi og og verður því greitt fyrir skólamáltíð fyrir jafn mörg börn.

Heildarkostnaður við verkefnið er 110 milljónir króna hvort ár og fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að með því komist Ísland í hóp fimm efstu landa í framlögum til Matvælaáætlunar S.þ. ef miðað er við höfðatölu.

 

Verkefnið verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, „Málsverður á menntavegi", sem á síðasta ári hjálpaði 21,7 milljónum barna í samtals 74 löndum að sækja skóla með því að gefa þeim eina máltíð á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×