Innlent

Áramótunum fagnað víða um heim

Áramótum fagnað
MYND/Pjetur

Sinn er siður í hverju landi en víðast hvar er nýtt ár gengið í garð og því fagnað með viðeigandi hætti.

Benedikt sextándi páfi flutti nýársguðsþjónustu í dag í sneisafullri Péturskirkjunni í Róm. Að athöfn lokinni blessaði svo páfi tugi þúsunda úr glugga íbúðar sinnar og flutti áramótakveðju á fjölmörgum tugnumálum. Dagskrá páfa er þéttskipuð yfir hátíðarnar og hann á eftir að þjóna í tveimur messum til viðbóðar áður en jólahátíðinni lýkur formlega.

Sextán barnungir pandabirnir voru til sýnis í dýragarði í suðurhluta Kína í dag en þetta eru þeir pandabirnir sem fæðst hafa á árinu. Sá elsti er nú ellefu mánaða en sá minnsti er ekki nema fjögurra mánaða. Flestir þessara bjarnhúna komu undir með aðstoð manna enda pandabirnir með eindæmum latir að sjá um slíkt sjálfir. Alls tókst að koma um 200 pandahúnum á legg í kína á nýliðnu ári. Já, krúttlegir eru þeir.

Enn einu sinni fögnuðu íbúar New York borgar nýárinu líkt og hefð hefur skapast fyrir. Hundruð þúsunda söfnuðust saman á Times square þar sem árið 2005 var talið niður með þartilgerðri kúlu og nýtt ár um leið boðið velkomið. Ljósadýrð og skrautsýning kætti svo fjöldann sem öskraði í kór og bauð nýtt ár velkomið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×