Sport

Huth og Woodgate komnir til Boro

Robert Huth er genginn í raðir Middlesbrough
Robert Huth er genginn í raðir Middlesbrough NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough fékk góðan liðsstyrk í dag þegar það gekk frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Robert Huth frá Chelsea og fékk auk þess til liðs við sig varnarmanninn Jonathan Woodgate á lánssamningi frá Real Madrid.

Varnarleikur Boro hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er leiktíðinni, en nú hefur félagið fengið til sín tvo mjög sterka miðverði í þeim Huth og Woodgate, þó sá síðarnefndi hafi lítið geta spilað síðastliðin tvö ár vegna þrálátra meiðsla.

Robert Huth hefur fá tækifæri fengið hjá Englandsmeisturum Chelsea, en hann kostaði Middlesbrough 6 milljónir punda. Huth er 22 ára gamall og skrifaði í dag undir fimm ára samning við Boro. Woodgate verður lánsmaður hjá Boro út leiktíðina, með möguleika á að ganga í raðir enska liðsins að honum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×