Erlent

Forsætisráðherrann óvinsæll

Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, sagði í (LUM) dag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í landinu ef mótmælendur andvígir stjórninni grípi til ofbeldis. Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við forsætisráðherrabústaðinn í gær, hrópuðu slagorð gegn ráðherranum og sökuðu hann um spillingu. Mótmælin héldu áfram í morgun og var farið fram á afsögn Shinawatra. Hafa andstæðingar forsætisráðherra hvatt mannfjöldann til að taka upp borgaralega óhlýðni til að koma forsætisráðherranum frá völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×