Erlent

Kókþurrð í Simbabve

MYND/AP

Verksmiðjur sem framleiða hinn sívinsæla gosdrykk kók í Simbabve eru nú uppiskroppa með bragðefnisþykkni sem er undirstaða framleiðslunnar. Þetta er enn ein birtingarmynd gjaldeyrisskorts sem hrjáð hefur landið undanfarin ár.

Ríkisstjórnin skellir skuldinni á viðskiptaþvinganir Vesturlanda en andstæðingar ríkisstjórnarinnar kenna nýrri landbúnaðarstefnu stjórnvalda um minnkandi útflutningstekjur og þar með skort á gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×