Erlent

Drottning í heimsókn í Ástralíu

MYND/AP

Elísabet Englandsdrottning er nú í heimsókn í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum, hertoganum af Edinborg. Drottningunni var tekið fagnandi en það var forsætisráðherra landsins, John Howard, sem tók á móti þeim hjónum ásamt konu sinni auk fleiri fyrirmenna Ástralíu. Drottningin setur Samveldisleikana í Melbourne á miðvikudag. Þaðan heldur drottningin ásamt eiginmanni sínum til Singapúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×