Innlent

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi, þegar flokkurinn komst ekki að við myndun bæjarstjórnar í Bolungarvík í gærkvöldi.

Það voru K- listi og A- listi sem mynduðu meirihluta þar, án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta í rúmlega 60 ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.

Sjálfstæðismenn og óháðir, ásamt Framsóknarflokki mynduðu meirihluta á Húsavík og í nágrannabyggðum í gærkvöldi. Reihard Reynisson bæjarstjóri lætur af störfum og verður leitað að ópólitískum bæjarstjóra í hans stað.

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ætla að halda áfram meirihlutaviðræðum í Árborg í dag. Um 20% kjósenda strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds, efsta manns á D-listanum í Árborg, í kosningunum.

J listi og Sjálfstæðisflokkur eru í meirihlutaviðræðum á Dalvík, í Skagafirði ræðast Samfylkingin og Framsóknarmenn við, og í Húnaþingi eiga Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×