Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra 12. júní 2006 17:56 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. Jóhann Hauksson sagði eins og kunnugt er, starfi sínu lausu í framhaldi og var gerður starfslokasamnigur við hann. Yfirlýsing Þorsteins Pálssonar í heild sinni: Vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar blaðamanns í Morgunblaðinu og ljósvakamiðlum síðustu daga vil ég taka þetta fram: Allar ásakanir um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim er ekki svo mikið sem flugufótur. Það rétta í málinu er þetta: 1. Skömmu eftir að ég kom að Fréttablaðinu í lok febrúar færði fréttaritstjórinn, Sigurjón M. Egilsson, í tal við mig að hann vildi, ásamt ýmsu öðru, koma fram breytingum varðandi stjórnmálafréttaskrif blaðsins sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ég sagðist vilja meta þau sjálfstætt yfir lengri tíma áður en ég féllist á tillöguna. Þegar kom fram á vor sýndist mér mat fréttaritstjórans vera rétt. Ég taldi hins vegar rétt að verkaskipti að þessu leyti yrðu við lok vorþings við eðlileg kaflaskil í þeim störfum. Það varð niðurstaðan. 2. Fréttaritstjórinn gaf út skriflegar leiðbeiningar 18. apríl sl.um efnistök varðandi einn þeirra þátta sem Jóhann Hauksson annaðist. Þær leiðbeiningar voru að engu hafðar. 3. Fréttaritstjórinn ræddi 11. maí sl. við Björn Þór Sigbjörnsson blaðamann um möguleika á því að hann tæki að sér, þegar þar að kæmi, hluta þeirra verka sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ljóst má vera að með öllu var útilokað að fréttaritstjórinn hafi á þeim tíma séð fyrir viðbrögð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna óbirtrar greinar Jóhanns Haukssonar. Sú grein birtist 2.júní. 4. Þriðjudaginn 6. júní sl. gerði ég, ásamt fréttaritstjóranum, Jóhanni Haukssyni grein fyrir áformuðum breytingum. Honum var sagt að þær byggðust á heildarmati á skrifum hans um lengri tíma. Við töldum að í þeim hefði ekki verið gætt þess jafnvægis sem fréttalesendur Fréttablaðsins eiga að geta gert kröfu um. Jóhann Hauksson spurði hvort einhver einstök skrif hans væru tilefni þessa. Hann fékk mjög skýr svör um að svo væri ekki. Hann spurði beint hvort kvörtun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra frá 2. júní væri ástæða. Hann fékk skýr svör um að svo væri ekki. Það er því algjör uppspuni að gefið hafi verið í skyn að sá tölvupóstur væri ástæða breytinganna. Það hefði enda ekki verið sannleikanum samkvæmt og í fullu ósamræmi við ofangreinda atburðarás. 5. Tölvupóstur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra barst 2. júní sl. Hann var sendur í samriti til mín og Jóhanns Haukssonar. Ég ræddi það mál ekki við Jóhann og því síður við sendandann. 6. Mér er mætavel ljóst að vegna fyrri starfa minna er auðvelt að sá frækorni tortryggni um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur. Í þessu tilviki hefur það verið gert á grófan hátt með aðferðum sem ekkert eiga skylt við blaðamennsku. 7. Vegna greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar í Fréttablaðinu í gær um þetta mál get ég upplýst að fréttaritstjóri Fréttablaðsins greindi honum frá staðreyndum þessa máls áður en greinin fór í birtingu. Hallgrímur Helgason rithöfundur ver svo heiður sinn sjálfur. 12. júní 2006 Þorsteinn Pálsson Fréttir Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. Jóhann Hauksson sagði eins og kunnugt er, starfi sínu lausu í framhaldi og var gerður starfslokasamnigur við hann. Yfirlýsing Þorsteins Pálssonar í heild sinni: Vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar blaðamanns í Morgunblaðinu og ljósvakamiðlum síðustu daga vil ég taka þetta fram: Allar ásakanir um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim er ekki svo mikið sem flugufótur. Það rétta í málinu er þetta: 1. Skömmu eftir að ég kom að Fréttablaðinu í lok febrúar færði fréttaritstjórinn, Sigurjón M. Egilsson, í tal við mig að hann vildi, ásamt ýmsu öðru, koma fram breytingum varðandi stjórnmálafréttaskrif blaðsins sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ég sagðist vilja meta þau sjálfstætt yfir lengri tíma áður en ég féllist á tillöguna. Þegar kom fram á vor sýndist mér mat fréttaritstjórans vera rétt. Ég taldi hins vegar rétt að verkaskipti að þessu leyti yrðu við lok vorþings við eðlileg kaflaskil í þeim störfum. Það varð niðurstaðan. 2. Fréttaritstjórinn gaf út skriflegar leiðbeiningar 18. apríl sl.um efnistök varðandi einn þeirra þátta sem Jóhann Hauksson annaðist. Þær leiðbeiningar voru að engu hafðar. 3. Fréttaritstjórinn ræddi 11. maí sl. við Björn Þór Sigbjörnsson blaðamann um möguleika á því að hann tæki að sér, þegar þar að kæmi, hluta þeirra verka sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ljóst má vera að með öllu var útilokað að fréttaritstjórinn hafi á þeim tíma séð fyrir viðbrögð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna óbirtrar greinar Jóhanns Haukssonar. Sú grein birtist 2.júní. 4. Þriðjudaginn 6. júní sl. gerði ég, ásamt fréttaritstjóranum, Jóhanni Haukssyni grein fyrir áformuðum breytingum. Honum var sagt að þær byggðust á heildarmati á skrifum hans um lengri tíma. Við töldum að í þeim hefði ekki verið gætt þess jafnvægis sem fréttalesendur Fréttablaðsins eiga að geta gert kröfu um. Jóhann Hauksson spurði hvort einhver einstök skrif hans væru tilefni þessa. Hann fékk mjög skýr svör um að svo væri ekki. Hann spurði beint hvort kvörtun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra frá 2. júní væri ástæða. Hann fékk skýr svör um að svo væri ekki. Það er því algjör uppspuni að gefið hafi verið í skyn að sá tölvupóstur væri ástæða breytinganna. Það hefði enda ekki verið sannleikanum samkvæmt og í fullu ósamræmi við ofangreinda atburðarás. 5. Tölvupóstur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra barst 2. júní sl. Hann var sendur í samriti til mín og Jóhanns Haukssonar. Ég ræddi það mál ekki við Jóhann og því síður við sendandann. 6. Mér er mætavel ljóst að vegna fyrri starfa minna er auðvelt að sá frækorni tortryggni um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur. Í þessu tilviki hefur það verið gert á grófan hátt með aðferðum sem ekkert eiga skylt við blaðamennsku. 7. Vegna greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar í Fréttablaðinu í gær um þetta mál get ég upplýst að fréttaritstjóri Fréttablaðsins greindi honum frá staðreyndum þessa máls áður en greinin fór í birtingu. Hallgrímur Helgason rithöfundur ver svo heiður sinn sjálfur. 12. júní 2006 Þorsteinn Pálsson
Fréttir Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira