Erlent

Múgur minnist Hariris

Stuðningsmenn mynda tákn sannleikans með regnhlífum. Þeir hafa barist fyrir því í ár að morðið á Hariri verði upplýst.
Stuðningsmenn mynda tákn sannleikans með regnhlífum. Þeir hafa barist fyrir því í ár að morðið á Hariri verði upplýst. MYND/AP

Meira en 200.000 manns hafa safnast saman á götum Beirúts, höfuðborgar Líbanons í morgun, til að minnast þess að ár er liðið síðan Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Öryggisgæsla í höfuðborginni hefur verið snarhert.

Í dag er ár liðið síðan bílsprengja sprakk nærri bílalest Hairiris, með þeim afleiðingum að hann og tuttugu aðrir týndu lífi. Ekki verður annað sagt en að atburðurinn hafi dregið dilk á eftir sér. Eftir ítrekaðar hótanir greip alþjóðasamfélagið loks til aðgerða og Sýrlendingar neyddust til að fara með herlið sitt burt frá Líbanon, eftir áratuga hersetu.

Í morgun vottuðu tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns Hairiri viðringu sína á aðaltorginu í Beirút. Búist er við að enn muni fjölga í hópnum eftir því sem líður á daginn og hápunkturinn verður svo um miðjan daginn, eða á svipuðum tíma og sprengjan sprakk.

Opinberar stofnanir eru margar lokaðar í dag og engin starfsemi er í skólum í höfuðborginni. Mikil öryggisgæsla verður í höfuðborginni á meðan minngarathöfnin stendur yfir. Þúsundir her- og lögreglumanna, gráir fyrir járnum, vakta aðaltorgið í allan dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×