Erlent

Danir éti ofan í sig ófriðinn

Um að gera að fá sér kebab í hádeginu á föstudaginn.
Um að gera að fá sér kebab í hádeginu á föstudaginn. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Nýjasta hugmyndin til að lægja öldurnar í skopmyndamálinu er að Danir éti ofan í sig ófriðinn, í orðanna fyllstu merkingu. Framhaldsskólinn í Krögerup hefur sent af stað tölvukeðjubréf þar sem skorað er á Dani að leggjast á eitt og snæða arabískan mat á föstudaginn og sýna þar með að þeir taki ekki þátt í fordómum gegn Aröbum eða öðrum islamstrúarmönnum hvað sem líður teikningum sem birtist í fjölmiðlum þeirra. Vonast ritarar keðjubréfsins til að úr verði dönsk eða jafnvel alþjóðleg vináttuherferð á föstudaginn undir nafninu "Borðum arabískt". Frá þessu var sagt í Politiken.

Fyrir þá sem vilja taka þátt í arabíska matardeginum á föstudaginn má að staðaldri kaupa arabískan skyndibita meðal annars í Kebabhúsinu við Lækjartorg og Fjólubláa lauknum í Hafnarstræti og sjálfsagt á fleiri stöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×