Lífið

Framandi tíska í Malasíu

Flottur stuttur kjóll frá hönnuðinum Eric Choong.
Flottur stuttur kjóll frá hönnuðinum Eric Choong.

Þessa dagana stendur yfir alþjóðleg tískuvika í Malasíu. Vikan er haldin í borginni Kuala Lumpur og er glæsileg í alla staði. Malasía fór að setja sitt mark á tískuheiminn árið 2003 þegar vikan var haldin í fyrsta sinn og kom þá mönnum í opna skjöldu enda landið ekki þekkt fyrir tísku.

En margir ungir hönnuðir frá Malasíu hafa skotið upp kollinum og ef marka má myndirnar sem hér eru sýndar eru þeir engir eftirbátar hins vestræna heims á sviði tískunnar.

Dragt Skemmtilegar púffermar á annars hefðbundinni dragt frá Eric Choong.


.
Víður Þessi kjóll mundi sóma sér vel á rauða dreglinum enda nákvæmlega samkvæmt nýjustu tísku.


.
HVítt Það væri ekki amalegt að klæðast þessum kjól frá Sonny San í miklum hita.


.
Gyðja Hlýri á annari öxlinni er að koma sterkt inn núna sem tískubóla og hönnuðurinn Sonny San fer ekki varhluta af því.


.
útvíðar ermar Þessi kvenlegi kjóll er frá Edmund Ser.


.
áramóta dress Háir gullitaðir hanskar og fölbleikur kjóll sem margar konur mundu gjarnan vilja klæðast um áramótin frá Edmund Ser.


.
Sér ermar Skemmtilegur fatnaður þar sem ermarnar eru sér eins og griflur frá Edmund Ser.


.
Nýstárlegt Gegnsær toppur, hátt mitti og lakkbelti frá Michael Wong.MYND/Getty


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.