Erlent

Farið fram á að Taylor verði framseldur

Stjórnvöld í Líberíu hafa formlega farið þess á leit við Nígeríumenn að þeir framselji þeim Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Talsmaður Obasanjo, forseta Nígeríu, segir að framsalsbeiðnin verði lögð fyrir aðra leiðtoga Afríkuríkja til samþykkis.

Yfirvöld í Sierra Leone vilja rétta yfir Taylor vegna ásakana um að hann hafi stutt uppreisnarmenn þar í landi. Stríðsglæpadómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, er nú starfandi í Sierra Leone.

Taylor lét af embætti forseta árið 2003 og fór í útlegð til Nígeríu en það var hluti samkomulags sem batt enda á 14 ára borgarastyrjöld í Líberíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×