Innlent

Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum

Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í  fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum.

Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna.

Verðlaun fyrir góða frammistöðu í leiknum voru veitt í Iðnó í dag. Þeir verðlaunahafar sem NFS náði tali af að oftar ætti að vera boðið upp á svona verkefni. Þau myndu stuðla að auknum skilningi á samfélaginu og vekti áhuga á málefninu sem tekið væri fyrir í kennslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×