Erlent

Enn allt í hnút í ítölskum stjórnmálum

MYND/AP

Enn er allt í hnút í ítölskum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem haldnar voru í landinu í vikubyrjun. Silvio Berlusconi neitar sem fyrr að viðurkenna ósigur sinn heldur segir hann alla framkvæmd kosninganna meingallaða. Hann er sagður íhuga að gefa út tilskipun um að 43.000 atkvæði verði talin á ný þar sem brögðum hefði verið beitt. Romano Prodi, keppinautur hans, segir hins vegar dóm kjósenda skýran og Berlusconi verði að víkja sem fyrst. Ekki er búist við að ný stjórn taki við völdum í landinu fyrr en eftir að nýr forseti tekur við síðari hluta maímánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×