Erlent

8 féllu í áhlaupi rússnesku lögreglunnar

Að minnsta kosti átta téténskir andspyrnumenn féllu í átökum við rússneksu lögregluna í Suður-Rússlandi í dag. Lögreglumenn gerðu áhlaup á tvö hús þar sem grunur lék á að vopnaðir uppreisnarmenn hefðust við.

Rússneskar fréttastofur hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum að ábendingar hafi borist um á að mennirnir hafi ætlað sér að hertaka skóla í næsta nágrenni.

Mönnunm var gefið færi á að gefa sig fram við lögreglumennina en það gerðu þeir ekki. Því réðist lögregla til inngöngu með fyrrgreindum afleiðingum. Íbúar í nálægum húsum munu hafa verið fluttir á brott áður en lögregla lét til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×