Erlent

Hlýnun á norðurhveli jarðar ekki meiri á síðari hluta 20. aldar í 1200 ár

Á síðari hlutia tuttugustu aldar var hlýnun á norðurhveli jarðar meiri en hún hafði verið í 1200 ár. Þetta er niðurstaða breskar vísindamanna sem birt er í nýjasta tölublaði vísindaritsins Science. 

Gögn vísindamanna frá Háskólanum í Austur Anglíu benda til fordæmislausrar hlýnunar andrúmsloftsins af völdum gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir mældu breytingar í skeljum steingervinga, trjáhrini, borkjarna og gögn um hitastig fyrri ára.

Þeir studdust einnig við dagbækur frá Belgíu og Hollandi sem ná aftur um 750 ár. Þessi gögn vöru síðan borin saman við ummerki sem eru sögð ná aftur til ársins 800. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanan hafa engin hitafrávik náð yfir jafn víðfemt svæði síðan á níundu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×