Innlent

Banaslys á Fljótsdalsheiði

Virkjanasvæðið við Kárahnjúka.
Virkjanasvæðið við Kárahnjúka. MYND: GVA
Maður lést í vinnuslysi á Fljótsdalsheiði í morgun, þar sem verið er að breyta Kröflulínu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Slysið bar að með þeim hætti að einangrunarkeðja, sem verið var að hífa upp í eitt mastur línunnar, féll til jarðar og lenti á starfsmanni Króatísks fyrirtækis sem þar er að störfum sem verktaki fyrir Landsnet. Þegar var kallað á sjúkralið og farið með þann slasaða á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, en maðurinn var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Lögreglan á Egilsstöðum fer með rannsókn slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×