Miðasala á órafmagnaða tónleika rokkgyðjunnar Patti Smith og félaga hennar Lenny Kaye í Háskólabíói hinn 5. september hefst á fimmtudaginn í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og á heimasíðunum midi.is og bravobravo.is.
Uppselt var á tónleika Patti Smith í fyrra og komust þar færri að en vildu en söngkonan og hljómsveit hennar gerðu stormandi lukku á skemmtistaðnum Nasa. Aðeins verða seldir 900 miðar í númeruð sæti í Háskólabíói og er því vissara er að tryggja sér sæti í tíma.- khh