Innlent

Tengivegur fyrir Helgafellshverfi þarf ekki í umhverfismat

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tengivegar fyrir Helgafellshverfi. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og vonast landeigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt.

 

Til að svo megi verða hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á hönnun vegarins til að koma til móts við athugasemdir og sjónarmið sem fram hafa komið frá íbúum í grennd.

 

Þá hefur verið sérstaklega vandað til verka við allan undirbúning vegagerðar, hvort sem lýtur að kröfum um hljóðvist, sýnilegum breytingum á umhverfi eða nærgætni við lífríki Varmár, en vegurinn mun liggja fjær ánni en núverandi vegur inn í Álafosskvosina.

 

Landeigendur eru þakklátir fyrir þann áhuga sem íbúar Álafosskvosar og samtök þeirra hafa sýnt á framkvæmdum við Helgafellshverfi og ásetja sér að eiga gott samstarf við nágrannana. Helgafellshverfi mun einnig mynda öflugt bakland við þá starfsemi sem rekin er af svo miklum myndarbrag í Álafosskvosinni. Þá munu íbúar kvosarinnar fá aðgang að nýjum grunnskóla, leikskóla og annarri þjónustu án þess að þurfa að fara yfir Vesturlandsveginn, þegar Helgafellshverfi verður byggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×