Erlent

Rice segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis

MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis vegna myndanna af Múhameð spámanni. Þetta sagði utanríkisráðherrann á blaðamannafundi með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, í Washington. Ásakanirnar komu í kjölfar þess að ráðist var á sendiráð Bretlands í Teheran í Íran og þar brotnar rúður. Rice sagði þó nokkrar ríkisstjórnir hafa tekið á málinu með ábyrgum hætti og hrósaði sérstaklega þeim trúarleiðtogum sem reynt hefðu að stilla til friðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×