Erlent

Palestínumenn réðust á eftirlitsmenn SÞ

Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum flúðu til Tel Aviv í Ísrael í gær eftir að hundruð Palestínumanna réðust á höfuðstöðvar þeirra með grjótkasti og handsprengjum. Yfirmaður liðsins segir að árásin á bygginguna hafi komið á óvart en hópurinn samanstendur af sextíu óvopnuðum mönnum frá ýmsum ríkjum, þar á meðal Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Eftirlitsstöðin var sett á laggirnar fyrir tólf árum eftir að ísraelskur landtökumaður í borginni myrti 29 Palestínumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×