Ingibjörg Sólrún - líttu þér nær Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 1. nóvember 2006 06:55 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af okkur konunum í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörs flokksins í Reykjavík. Í Fréttablaðinu í fyrradag (30. október) segir hún að hún telji hlut kvenna vera rýran og að „ekki sé hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál". Það er nefnilega það. Fréttablaðið náði hins vegar ekki að spyrja formanninn um álit hennar á niðurstöðunni úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem einnig fór fram um helgina, en endanleg niðurstaða var ekki komin áður en blaðið fór í prentun. Samkvæmt útleggingum formanns Samfylkingarinnar hafa samfylkingarmenn nefnilega ekki áhuga á jafnréttismálum frekar en sjálfstæðismenn. Samfylkingarmenn höfnuðu konum þar sem flokksmenn völdu karla í fyrstu tvö sætin og aðeins eina konu meðal efstu fjögurra. „Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ" sagði Ingibjörg Sólrún um prófkjör sjálfstæðismanna og á það að hennar mati eflaust líka við hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að formaður Samfylkingarinnar sjái hversu lítið hald er í fréttaskýringu hennar þegar hún er yfirfærð á hennar eigin flokk. Ég sem kona í Sjálfstæðisflokknum og stoltur frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vil biðja formann Samfylkingarinnar að láta af þeim leiða ósið að vera sífellt að tala niður til okkar sjálfstæðiskvenna. Við, eins og karlar í Sjálfstæðisflokknum, bjóðum okkur fram á okkar eigin forsendum og viljum að við séum metnar útfrá hæfileikum okkar og stefnumálum en ekki kynferði. Við göngum til prófkjörs hér í kjördæminu þann 11. nóvember og þar bjóða sig fram 11 einstaklingar, karlar og konur. Við treystum kjósendum til að velja sigurstranglegan lista - það á formaður Samfylkingarinnar greinilega erfitt með. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af okkur konunum í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörs flokksins í Reykjavík. Í Fréttablaðinu í fyrradag (30. október) segir hún að hún telji hlut kvenna vera rýran og að „ekki sé hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál". Það er nefnilega það. Fréttablaðið náði hins vegar ekki að spyrja formanninn um álit hennar á niðurstöðunni úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem einnig fór fram um helgina, en endanleg niðurstaða var ekki komin áður en blaðið fór í prentun. Samkvæmt útleggingum formanns Samfylkingarinnar hafa samfylkingarmenn nefnilega ekki áhuga á jafnréttismálum frekar en sjálfstæðismenn. Samfylkingarmenn höfnuðu konum þar sem flokksmenn völdu karla í fyrstu tvö sætin og aðeins eina konu meðal efstu fjögurra. „Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ" sagði Ingibjörg Sólrún um prófkjör sjálfstæðismanna og á það að hennar mati eflaust líka við hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að formaður Samfylkingarinnar sjái hversu lítið hald er í fréttaskýringu hennar þegar hún er yfirfærð á hennar eigin flokk. Ég sem kona í Sjálfstæðisflokknum og stoltur frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vil biðja formann Samfylkingarinnar að láta af þeim leiða ósið að vera sífellt að tala niður til okkar sjálfstæðiskvenna. Við, eins og karlar í Sjálfstæðisflokknum, bjóðum okkur fram á okkar eigin forsendum og viljum að við séum metnar útfrá hæfileikum okkar og stefnumálum en ekki kynferði. Við göngum til prófkjörs hér í kjördæminu þann 11. nóvember og þar bjóða sig fram 11 einstaklingar, karlar og konur. Við treystum kjósendum til að velja sigurstranglegan lista - það á formaður Samfylkingarinnar greinilega erfitt með. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun