Ingibjörg Sólrún - líttu þér nær Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 1. nóvember 2006 06:55 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af okkur konunum í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörs flokksins í Reykjavík. Í Fréttablaðinu í fyrradag (30. október) segir hún að hún telji hlut kvenna vera rýran og að „ekki sé hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál". Það er nefnilega það. Fréttablaðið náði hins vegar ekki að spyrja formanninn um álit hennar á niðurstöðunni úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem einnig fór fram um helgina, en endanleg niðurstaða var ekki komin áður en blaðið fór í prentun. Samkvæmt útleggingum formanns Samfylkingarinnar hafa samfylkingarmenn nefnilega ekki áhuga á jafnréttismálum frekar en sjálfstæðismenn. Samfylkingarmenn höfnuðu konum þar sem flokksmenn völdu karla í fyrstu tvö sætin og aðeins eina konu meðal efstu fjögurra. „Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ" sagði Ingibjörg Sólrún um prófkjör sjálfstæðismanna og á það að hennar mati eflaust líka við hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að formaður Samfylkingarinnar sjái hversu lítið hald er í fréttaskýringu hennar þegar hún er yfirfærð á hennar eigin flokk. Ég sem kona í Sjálfstæðisflokknum og stoltur frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vil biðja formann Samfylkingarinnar að láta af þeim leiða ósið að vera sífellt að tala niður til okkar sjálfstæðiskvenna. Við, eins og karlar í Sjálfstæðisflokknum, bjóðum okkur fram á okkar eigin forsendum og viljum að við séum metnar útfrá hæfileikum okkar og stefnumálum en ekki kynferði. Við göngum til prófkjörs hér í kjördæminu þann 11. nóvember og þar bjóða sig fram 11 einstaklingar, karlar og konur. Við treystum kjósendum til að velja sigurstranglegan lista - það á formaður Samfylkingarinnar greinilega erfitt með. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af okkur konunum í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörs flokksins í Reykjavík. Í Fréttablaðinu í fyrradag (30. október) segir hún að hún telji hlut kvenna vera rýran og að „ekki sé hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál". Það er nefnilega það. Fréttablaðið náði hins vegar ekki að spyrja formanninn um álit hennar á niðurstöðunni úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem einnig fór fram um helgina, en endanleg niðurstaða var ekki komin áður en blaðið fór í prentun. Samkvæmt útleggingum formanns Samfylkingarinnar hafa samfylkingarmenn nefnilega ekki áhuga á jafnréttismálum frekar en sjálfstæðismenn. Samfylkingarmenn höfnuðu konum þar sem flokksmenn völdu karla í fyrstu tvö sætin og aðeins eina konu meðal efstu fjögurra. „Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ" sagði Ingibjörg Sólrún um prófkjör sjálfstæðismanna og á það að hennar mati eflaust líka við hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að formaður Samfylkingarinnar sjái hversu lítið hald er í fréttaskýringu hennar þegar hún er yfirfærð á hennar eigin flokk. Ég sem kona í Sjálfstæðisflokknum og stoltur frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vil biðja formann Samfylkingarinnar að láta af þeim leiða ósið að vera sífellt að tala niður til okkar sjálfstæðiskvenna. Við, eins og karlar í Sjálfstæðisflokknum, bjóðum okkur fram á okkar eigin forsendum og viljum að við séum metnar útfrá hæfileikum okkar og stefnumálum en ekki kynferði. Við göngum til prófkjörs hér í kjördæminu þann 11. nóvember og þar bjóða sig fram 11 einstaklingar, karlar og konur. Við treystum kjósendum til að velja sigurstranglegan lista - það á formaður Samfylkingarinnar greinilega erfitt með. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar