Innlent

Sambandslaust á slysstað

Hvorki GSM samband eða talstöðvarsamband var við sjúkrabíla sem hlúðu að slösuðum þegar áætlunarbíll fór út af Gemlufallsheiði á Vestfjörðum í morgun.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu og hefur eftir Þorbirni Sveinssyni, slökkviliðsstjóra á Ísafirði, að aðstæður sem þessar séu slæmar og erfitt að vita ekki hvernig málum er háttað á slysstað og þar með ekki til hvaða viðbragða þurfi að grípa á sjúkrahúsi.

Sjö voru í áætlunarbílnum þegar hann fór út af heiðinni á áttunda tímanum í morgun og valt. Enginn slasaðist alvarlega. Fréttavefurinn greinir frá því að á fundi um fjarskiptaáætlun samgönguráðuneytisins, á Ísafirði í byrjun árs, hafi menn lýst yfir miklu áhyggjum af skorti á GSM-sambandi á vegum Vestfjarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×