Innlent

Þróunarfélag mun láta meta tjón

MYND/Víkurfréttir

Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. mun láta taka út hversu mikið tjónið varð í byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda fyrr í vetur.

Eins og greint var frá í fréttum í síðasta mánuði fraus vatn í leiðslum í allmörgum byggingum á svæðinu sem varð til þess að leiðslurnar gáfu sig og vatn flæddi yfir ganga og gólf. Var aðallega um að ræða íbúðir en þó einnig atvinnuhúsnæði.

Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, liggja engar endanlegar tölur fyrir um tjónið en beðið er því að viðbragðsaðgerðum eins og þurrkun ljúki til þess að sjá hvað hafi skemmst og hvað sleppi.

Þegar því ljúki muni Þróunarfélagið láta meta kostnaðinn en félagið tekur innan skamms við eignunum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og stjórnar umbreytingu á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×