Sport

Keflavík vann grannaslaginn

MYND/EiríkurK

Keflvíkingar lögðu granna sína í Grindavík 2-0 í Reykjanesbæ í kvöld. Þeir Þórarinn Kristjánsson og Stefán Örn Arnarson skoruðu mörk Keflvíkinga. Keflvíkingar yfirspiluðu Grindvíkinga í fyrri hálfleik en drógust svo til baka í þeim seinni.

Með sigrinum lyftu Keflvíkingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar.

Þeir hafa nú skorað 23 mörk í deildinni í sumar og eru samkvæmt því með skæðasta sóknarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×