Lífið

Hicks í málaferlum

Taylor hicks Hinn gráhærði sigurvegari Idol-keppninnar í ár hefur höfðað mál gegn fyrrum upptökustjóra sínum.
Taylor hicks Hinn gráhærði sigurvegari Idol-keppninnar í ár hefur höfðað mál gegn fyrrum upptökustjóra sínum.

Bandarískur dómari hefur bannað fyrrum upptökustjóra Idol-sigurvegarans Taylor Hicks að selja lög sem hann tók upp áður en Hicks sló í gegn í Idol.

Að sögn Hicks reyndi upptökustjórinn Williams Smith í gegnum tvö fyrirtæki sín að hagnast á þremur lögum sem Hicks samdi og tók síðan upp með hjálp Smith. Ákvað hann því að höfða gegn honum mál.

Smith hefur vísað ásökununum á bug og segist hafa gert samning við Hicks. Auk þess segist hann hafa reynt að hjálpa honum með því að gefa lögin út til að dreifa athyglinni frá þeim slæmum dómum sem Hicks fékk fyrir fyrstu smáskífu sína eftir sigurinn í Idol, Do I Make You Proud.

Lögfræðingur Hick segir aftur á móti að lögin séu ókláruð og þau skaði ímynd Hicks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.