Erlent

Varar Bush Bandaríkjaforseta við frekari árásum

Leiðtogi al Qaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, kom óvænt fram á myndbandsupptöku í gær þar sem hann gagnrýndi nýju írösku stjórnina og varaði Bush, forseta Bandaríkjanna, við frekari árásum. Hann skoraði á Bush að segja þjóð sinni frá uppreisn og liðhlaupum í herafla Bandaríkjamanna í Írak, sem haldið væri leyndu. Hann sakaði Bush um að setja saman stjórn sem ekki stæðist óskir Íraka, allt til þess að bjarga eigin skinni frá hneysu jafnt frammi fyrir eigin þjóð sem gagnvart alþjóðasamfélaginu. Einnig bað hann súnnímúslima að hafa varann á því fyrir dyrum stæði krossferð gegn súnnímúslimum frá hendi Bandaríkjamanna og sjíamúslima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×