Innlent

Vatnshæð stígur enn í Ölfusá

Selfossbrú kl 12 á hádegi
Selfossbrú kl 12 á hádegi MYND/Soffía Sigurðardóttir

Vatn er byrjað að flæða inn í kjallara Selfosskirkju enda hefur ekkert lækkað í Ölfusá og mælist rennslið nú 2.100 á sekúndu. Að sögn Garðars Einarssonar kirkjuvarðar hefur aðeins flætt lítillega í kjallarann og hefur dæla sem komið var fyrir í kjallaranum undan að dæla vatninu.

Garðar segir að sér sýnist sem enn sé að hækka í ánni, alla vega fari vatnsyfirborðið ekki lækkandi. Ef það hækki frekar í ánni þurfi væntanlega fleiri dælur til að dæla upp úr kjallaranum. Öllum munum sem voru í kjallara kirkjunnar var forðað burt í gær og því ekki hætta á þeir skemmist.

Almannavarnanefnd situr nú á fundi á Selfossi þar sem farið er yfir stöðuna.

Vatnið nær að Tryggvaskála
Selfossbrú kl 12 á hádegiMYND/Soffía Sigurðardóttir

Aðeins vantaði um 10 cm upp á að vatn næði að dyrum bílastæðahúss

verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans.

Rennsli í ánni var yfir 2100 rúmmetrum og hafði vaxið jafnt og þétt síðan

í gær. Líklega er þarna að skila sér niður toppur sem mældist við

Fremstaver, nokkuru ofan við Gullfoss, kl 8 í gærmorgun. Annar jafnstór

toppur var við Fremstaver kl 16 í gær og því verður áin væntanlega í

miklum ham í allan dag og fram á næstu nótt.

Björgunarfélag Árborgar fór með bát upp á Skeið rétt fyrir hádegi til að

bjarga hrossum sem þar voru orðin umflotin. Þá vann sveitin að því í nótt að aðstoða bónda við að flytja fé á milli húsa, þar sem farið var að flæða inn í fjárhúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×