Innlent

Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík

Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram.

Sigurður Eyberg Jóhannesson, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjanesbæ, segir að mat á umhverfisáhrifum sé villandi. Fjársterkir aðilar beiti brögðum til að koma upp álverinu. Bellibrögðin sjáist í umhverfismati þar sem rætt er um hagstæða vindátt og litla mengun. Sigurður segir að ríkjandi vindátt, norðaustanáttin, sem ríkir á svæðinu um þriðjung ársins, muni blása menguninni beint yfir bæinn. Þynningarsvæði í kringum álverið sé allt of lítið og mengunin, aðallega brennisteinsoxíð, muni því ekki ná að dreifast.

Álver er ekki einu sinni kostur að mati Vinstri grænna, segir Sigurður.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×