Innlent

Erlendum ferðamönnum fjölgar

Mynd/GVA

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á heimasíðu Ferðamálstofu kemur fram að aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til landsins í Apríl eða 25.300 en í mars varð lítilsháttar samdráttur. Bretar voru fjölmennastir en fjölgun varð mest meðal ferðamanna frá Bandaríkjunum eða tæp fimmtán prósent. Þá voru ferðamenn frá Norðurlöndunum einnig fjölmennur hópur. Ferðamönnum fer almennt fjölgandi yfir vetrarmánuðina, líkt og aðilar í ferðaþjónustu stefna að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×