Innlent

DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins

MYND/Vísir
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum. Þar greinir blaðið frá því, meðal annars í fyrirsögn á forsíðu þann 20. janúar, að framkvæmdastjórinn hafi beðið bréfbera í Keflavík að njósna um íbúa í tengslum við hundahald þeirra. Önnun umfjöllun fylgdi svo þremur dögum seinna. Siðanefndin segir framsetningu DV, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir, verulega ónákvæmar og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins, og segir nefndin að brotið teljist ámælisvert. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem siðanefndin úrskurðar að DV hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Í úrskurði sínum á dögunum var nefndin klofin í afstöðu sinni, í fyrsta sinn í 16 ár, en að þessu sinni var niðurstaðan einróma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×