Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD 10. ágúst 2006 07:15 Fjármálaráðherra og sérfræðingar OECD Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði fund í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla OECD um efnahagsmál hér. Hann eftirlét svo Val Koromzay og Hannes Suppans (til hægri á myndinni), sérfræðingum OECD, orðið. MYND/GVA Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla. Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla.
Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira