Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD 10. ágúst 2006 07:15 Fjármálaráðherra og sérfræðingar OECD Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði fund í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla OECD um efnahagsmál hér. Hann eftirlét svo Val Koromzay og Hannes Suppans (til hægri á myndinni), sérfræðingum OECD, orðið. MYND/GVA Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla. Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla.
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira