Of lítið af Omega 3 hefur skaðleg áhrif 7. febrúar 2006 21:30 MYND/STEFÁN Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna. Jákvæð áhrif ómettaðrar fitu á fullorðið fólk hafa lengi verið þekkt. Nú er alltaf að koma betur og betur í ljós að þessi áhrif eru ekki síðri á börn og það er ekki sama hvaða fitusýrur er um að ræða. Þannig virðast áhrif Omega þrír fitusýra, sem við fáum einkum úr fiski vera mun jákvæðari og víðtækari en Omega sex, sem mikið er af í alls konar jurtaolíum. Ný víðtæk rannsókn sýnir þetta svo um munar og það sem meira er, áhrifin byrja strax í móðurkviði. Rannsóknin náði til fjórtán þúsund óléttra kvenna og fylgst var með börnum þeirra til fimmtán ára aldurs. Í ljós kom að sá hópur kvennanna sem fékk minnst af Omega þrem fitusýrum á meðan þær voru óléttar, eignuðust börn sem mældust með greindarvístölu sex prósentum undir meðallagi á grunnskólaaldri. Þá voru félagsleg vandamál þessara barna mun meiri og helmingi algengara en gengur og gerist var að þau ættu í erfiðleikum með að eignast vini. Ennfremur áttu börn þessara mæðra mun erfiðara með fínhreyfingar en börn þeirra mæðra sem fengu nóg af Omega þrem á meðan þær voru ólettar. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sýna að endurskoða þurfi ráðleggingar um næringu óléttra kvenna. Hingað til hefur þeim verið ráðlagt að fara varlega í fiskmeti, af hættu við eitrun vegna kvikasilfurs. Nú bendir hins vegar flest til þess að góð áhrif fiskáts séu það mikil að þeim megi ekki fórna fyrir örlitlar líkur á fórsturskaða af völdum kvikasilfurs. Erlent Fréttir Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna. Jákvæð áhrif ómettaðrar fitu á fullorðið fólk hafa lengi verið þekkt. Nú er alltaf að koma betur og betur í ljós að þessi áhrif eru ekki síðri á börn og það er ekki sama hvaða fitusýrur er um að ræða. Þannig virðast áhrif Omega þrír fitusýra, sem við fáum einkum úr fiski vera mun jákvæðari og víðtækari en Omega sex, sem mikið er af í alls konar jurtaolíum. Ný víðtæk rannsókn sýnir þetta svo um munar og það sem meira er, áhrifin byrja strax í móðurkviði. Rannsóknin náði til fjórtán þúsund óléttra kvenna og fylgst var með börnum þeirra til fimmtán ára aldurs. Í ljós kom að sá hópur kvennanna sem fékk minnst af Omega þrem fitusýrum á meðan þær voru óléttar, eignuðust börn sem mældust með greindarvístölu sex prósentum undir meðallagi á grunnskólaaldri. Þá voru félagsleg vandamál þessara barna mun meiri og helmingi algengara en gengur og gerist var að þau ættu í erfiðleikum með að eignast vini. Ennfremur áttu börn þessara mæðra mun erfiðara með fínhreyfingar en börn þeirra mæðra sem fengu nóg af Omega þrem á meðan þær voru ólettar. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sýna að endurskoða þurfi ráðleggingar um næringu óléttra kvenna. Hingað til hefur þeim verið ráðlagt að fara varlega í fiskmeti, af hættu við eitrun vegna kvikasilfurs. Nú bendir hins vegar flest til þess að góð áhrif fiskáts séu það mikil að þeim megi ekki fórna fyrir örlitlar líkur á fórsturskaða af völdum kvikasilfurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira