Erlent

Fimm látnir af völdum fuglaflensu

MYND/AP

Sex tilfelli fuglaflensu hafa greinst í mönnum á Indónesíu síðustu daga. Fimm þeirra sem greindust eru nú látnir.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin staðfesti þetta í morgun. Fimm tilfelli H5N1 afbrigðis sjúkdómsins greindust í sömu fjölskyldunni á Norður-Súmötru og liggur einn fjölskyldumeðlimurinn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Ekki er vitað til þess að flensan hafi smitast manna á milli.

Ein kona lést úr sjúkdómnum á eyjunni Jövu. Þar með hafa 30 látist af völdum sjúkdómsins á Indónesíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×