Erlent

Dræm þátttaka í kosningum í Nepal

Mikil öryggisgæsla var við kjörstaði víða um Nepal í dag, þar á meðal í höfuðborginni Katmandú.
Mikil öryggisgæsla var við kjörstaði víða um Nepal í dag, þar á meðal í höfuðborginni Katmandú. MYND/AP

Að minnsta kosti sex manns hafa látist í átökum tengdum héraðs- og bæjarstjórnarkosningum í Nepal sem fram fóru í dag. Kosningaþátttaka hefur verið dræm og því virðist sem almenningur hafi farið að ráðum stjórnarandstöðunnar og sniðgengið kosningarnar eða tekið hótanir skæruliða maóista um árásir á kjörstaði alvarlega. Gyanendra, konungur Nepals, sem tók sér einræðisvald fyrir um ári, boðaði til kosninganna til þess að reyna að lægja óánægjuöldur í landinu en það virðist hins vegar hafa haft þveröfug áhrif því töluvert var um skærur í landinu í dag. Um tólf þúsund manns hafa fallið frá árinu 1995 í átökum stjórnvalda og maóista sem vilja koma á kommúnistastjórn í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×