Erlent

Innbrotsþjófur ók burt á lögreglubíl

Lögreglan í bænum Eschwege í Þýskalandi lenti í heldur neyðarlegu máli á dögunum eftir að hún handtók mann fyrir innbrot. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en hann virtist lítið hafa lært því hann ók burt á lögreglubíl. Svo virðist sem manninum hafi tekist að hnupla bíllyklum úr vasa eins lögreglumannanna en maðurinn var handtekinn aftur eftir æsilega eltingarleik þar sem nokkrir bílar skemmdust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×