Erlent

Ritstjórinn á að segja af sér

Forsíða Jótlandspóstsins í gær.
Forsíða Jótlandspóstsins í gær. MYND/AP

Ritstjóra Jótlandspóstsins ber að segja af sér vegna skopmynda sem blaðið birti af Múhameð spámanni fyrir nokkrum mánuðum. Þetta segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráaðherra Dana og fyrrum leiðtogi Venstre, í viðtali við danska útvarpið.

Hann telur einnig að blaðið eigi að hjálpa til við að leysa þá miklu alþjóðadeilu sem hafi blossað upp vegna myndanna. Það sé aðeins blaðið sem geti beðist afsökunar og segir Ellemann-Jensen það ergilegt að blaðið biðjist ekki fortakslaust afsökunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×