Erlent

Ráðist að sendiráði Noregs í Tehran

Um eitt hundrað manns réðust að sendiráði Noregs í Tehran í Íran í gærkvöld. Rúður voru brotnar og slagorð voru hrópuð gegn Noregi. Íranskir lögreglumenn umkringdu húsið til að koma í veg fyrir að brotist yrði inn í það. Sendiráðinu hafði verið lokað fyrr um daginn vegna ástandsins í Tehran og var enginn þar inni þegar aðgerðirnar hófust. Talið er að um eitt hundrað Norðmenn séu í Íran um þessar mundir þar á meðal starfsmenn ríkisolíufélagsins Statoil. Þá voru einnig kröftug mótmæli við danska sendiráðið í gær, annan daginn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×